Humbug Witch eftir Lorna Balian
DSC05876

Humbug witch eða "Brelli-norn", eins og við höfum íslenskað hana, er einföld og skemmtileg bók með skemmtilegum myndskreytingum. Bókin fjallar um litla norn sem gengur ekki alltof vel að finna sig í hlutverki sínu sem norn. T.d er hláturinn hennar frekar krúttlegur en hræðilegur. Þegar hún ætlar að fljúga á kústinum sínum vill hann ekki haggast þrátt fyrir ýmiss konar galdraorð og tilburði og þegar hún býr til nornaseið til að breyta kettinum sínum í krókodíl eða súkkulaðistykki gerist ekkert nema að kettinum verður illt í maganum. Að lokum tekur hún af sér skóna, hattinn, svuntuna, sokkana og hárið og á endanum er gríman líka tekin niður, svo að eftir stendur lítil stelpa með köttinn sinn, sem sofnar vært eftir ævintýri dagsins.

Hún tók af sér svarta, háa, svolítið kramda, oddmjóa hattinn sinn
Humbug_Witch_spread_1

Það er svo einstaklega skemmtilegt og fyndið hversu misheppnuð lítil norn hún er, galdraorðin eru skrýtin og skemmtileg og geta börnin komið með tillögur að fleiri sem kynnu kannski að virka. Þau geta hjálpað henni að læra að hlæja eins og norn og bæta skrýtnum og skemmtilegum hlutum í nornaseiðinn og stungið upp á því hvert hún ætti að ferðast á kústinum eða í hvað hún ætti að breyta kettinum. Hin óvæntu endalok eru síðan bæði fyndin og dálítill léttir ef einhver skyldi vera pinu skelfdur. Þessi saga býður upp á mikla og skemmtilega þátttöku fyrir börnin sem kemur öllum i gott skap og það er svo gaman að hlæja saman. Bók sem er komin í hóp uppáhaldsbókanna okkar.

Myndskeið

Söguþráður

Okkur barst ósk um söguþráð bókarinnar "Brellu-norn". Svo hér kemur hann:

Einu sinni var norn sem öll var lítil nema nefið...(dæmigerðri norn lýst, útliti og klæðnaði og kettinum hennar honum Fredda). Hún var virkilega hræðileg og hryllilega nornaleg. En ekkert gengur upp hjá norninni. Hláturinn er t.d bara ekki nornalegur, (hlátri lýst) heldur krúttlegur (hlátri lýst). Þegar hún vill fljúga langt í burtu þá virkuðu galdraorðin ekki eða kústurinn (hægt að velja galdraorð og hreyfingar fyrir kústinn). Ekkert gerðist. þegar hún vildi breyta Fredda í hin ýmsu dýr eða súkkulaði(hægt að velja eitthvað annað) þá virkuðuð galdraorðin ekki og Freddi var bara köttur. Þegar hún bjó til galdraseið (hægt að velja innihald) þá hrærði hún og hrærði, það kraumaði smá en það búblaði aldrei eða sprakk eins og galdraseiðir eiga að gera, það eina sem hann gerði var að láta Fredda fá magapínu. Að lokum ákvað hún að þetta þýddi ekki neitt. Hún setti kústinn út í horn og fór úr fötunum (fötunum lýst meðan hún fer úr þeim) og að lokum tekur hún af sér nornagrímuna og fer að sofa og það gerir Freddi líka.

Einföld bók og krúttleg sem hægt er að leika sér með aftur og aftur með hjálp barnanna. Vonandi hjálpar þetta, góða skemmtun.