Við á Sjávarhóli erum alveg fallin fyrir bókunum um maríuhænustelpuna sem að við endurskírðum Hnátutátu í stað Lulu á frummálinu. Það gerðum við þar sem maríuhænan var þemadýrið hjá okkur og hún Birte átti svo skemmtilegt lag um Hnátutátu sem er í maríuhænukjól. Og það vel heppnuð tenging þar sem Maríuhænustelpan er mjög Hnátutátuleg og gerir margt skemmtilegt sem hægt er að syngja um í textanum. Lagið á bornogtonlist.net
Bækurnar snúast um stelpu sem fer í maríuhænubúninginn sinn, kveikir á ímyndunaraflinu og breytir sér í ofurhetjuna "MARÍUHÆNUSTELPAN" (þetta segist með miklum töffarahætti og tilþrifum), fær ofurkrafta, flughæfileika, hugrekki og lendir í miklum og skemmtilegum ævintýrum með hundinum sínum Bingó.
Í lokin eignast þau fleiri vini sem líka vilja vera með í maríuhænuleiknum og verða skordýraofurhetjur. Í leiknum verður maður að vinna saman og nota ímyndunaraflið og vera boðinn og búinn að hjálpa þeim sem þurfa. Þetta er góður boðskapur og hefur skilað sér skemmtilega í útileikinn hjá börnunum okkar, þar sem er mikið stuð að kalla MARÍÆNUSTELPA eða nýtilkomin ofurhetjuköll,hlaupa um og bjóða fram aðstoð sína á margvíslegan hátt.
Bókin á Amazon.co.uk.