Það er alltaf jafn gaman að segja ævintýrið um Búkollu þar sem hún býður upp á svo marga skemmtilega möguleika. Börnin kunna það svo vel að maður getur jafnvel leyft þeim að segja ævintýrið meðan maður leikur sér. Hér er sagan sögð með steinum, greinum, beinum, illalyktandi krossfiski og efnisbútum.
Það er gaman að nota þjóðlega og náttúrulega hluti sem hvetja börnin til að nota þá í leiki en það er líka skemmtilegt að taka það sem hendi er næst svo sem heftara sem nýttist eitt sinn afar vel sem nautið. Það er svo fyndið og skemmtilegt að sjá hluti í nýju ljósi og uppgötva að með því að kveikja á ímyndunaraflinu er hægt að leika með hvað sem er. Hér er líka farið frjálslega með ævintýrið og kryddað dálítið með Ladda og skemmtilegu leikriti um Búkollu hjá Þjóðleikhúsinu sem elstu börnin voru nýbúin að sjá.