Blueberries for Sal
BlueberriesSal

Bláber handa Söru fjallar um Söru litlu og mömmu hennar sem fara að týna bláber á Bláberjahæð. Þar eru líka bangsamamma og bangsi litli sem eru að fylla magann fyrir vetrardvalann. Sara og bangsi litli eru dálítið utan við sig og elta tímabundið ranga mömmu um hæðina báðum mæðrum til mikillar skelfingar. Allt fer þó vel að lokum. Bókin um hana Söru litlu var ein af fyrstu bókunum sem sýndu mér hvað lítið krydd getur gert mikið. Ég las hana fyrir börn á einni deild á leikskólanum og við sungum saman hljóðin kúpling,kúplang,kúplung þegar bláberin duttu í tómu fötuna hennar Söru. Viku seinna þegar ég kom aftur var mér sagt að börnin hefðu sönglað kúpling, kúplang, kúplung alla vikuna.

Löngu seinna tengdi Birte bókina við lagið "Upp í mó" og notaði þá tréperlur og málmskál og leyfði börnunum að láta berin falla niður í hana um leið og við sungum kúpling,kúplang,kúplung. Við tengdum síðan dýr mánaðins þessa tíma lemúrinn við lagið með því að bæta við einu erindi um hann þar sem hann elskaði bláber. Má því segja að lengi má bæta og endurbæta og tengja saman og endurnýta. Hjá okkur kallast bókin ekki Bláber handa Söru heldur verður hún alltaf KÚPLING, KÚPLANG, KÚPLUNG!

"Út um mó" á bornogtonlist.net

"Blueberries for Sal" á Amazon.co.uk

Myndskeið