Við höfðum gífurlega gaman að því að vinna með hina skemmtilegu bók Conejito eftir Margaret Read MacDonald í elstubarnastarfi á Urðarhóli.
Bókin fjallar um kanínu sem tekst að gabba öll rándýrin sem ætla að éta hana. Fyrir utan góðan söguþráð og fallegar myndskreytingar, er þetta gott dæmi um bók sem auðvelt er að nota á fjölbreyttan hátt. Hægt er að syngja lög sem passa við söguþráðinn, og mjög skemmtilegt er að setja upp leikrit - eða jafnvel búa til kvikmynd eins og við gerðum. Sjá myndskeið #2.
Þá vissum við ekki hvernig ætti að bera fram nafn kanínustráksins, og vegna þess að það eru mörg spænsk orð í sögunni vildum við bæta úr þessu. Við fengum því spænskumælandi móður úr leikskólanum til að hjálpa okkur með að læra rétta framburðinn (sem er "Kone-HÍ-dó").
Conejito þýðir annars "litli kanínustrákur" á spænsku.
"Conejito - the movie"
Á fjórða miðvikudeginum vorum við svo heppin að það var mesta blíðskaparveður, þannig að við gripum tækifærið og flýttum okkur yfir á Rútstún til að taka upp meistaraverkið :-)