Þótt Ellý væri minnsti fílsunginn í hjörðinni, var hún samt með stærstu eyrun. En það skrýtna var að hún virtist aldrei nota þau. Hún hlustaði aldrei á mömmu sína, eða pabba sinn, eða frænku sína, eða ömmu sína - þangað til að einn daginn gerðist svolítið óvænt...
Að fjalla um fíla er svo gaman að við ætluðum aldrei að geta hætt við fílaþemað okkar á Sjávarhóli. Bókin "Baby Elephant" var ein þeirra bóka sem sló í gegn og var það ekki síst fyrir að við endurnýttum lagið hennar Birte, um fílinn Ellý sem var að læra um formin með hjálp barnanna. Sjá lagið á bornogtonlist.net.
Við endurskírðum aðalsöguhetjuna í bókinni Ellý og hjálpuðum henni að læra að hlusta með því að syngja lagið sem stef í gegn um bókina og kalla á hana til að bjarga henni frá hinum ýmsu hættum. Þetta opnaði síðan möguleikann á að syngja um fleiri hluti sem Ellý gæti lært með laginu og það lagað að og sungið við viðeigandi aðstæður.
Annað lag sem var sungið vítt og breytt hjá okkur og náði algjörlega að heilla stóra sem smáa var lagið "Elephant's Lullaby" sem fjallar um lítinn fíl sem vill ekki fara að sofa svo mamma syngur fyrir hann. Það sem var svo skemmtilegt var að textinn í laginu fjallaði um sömu hluti og söguþráðurinn í bókinni, svo sem renna, baða, reipitog og fleira sem litlir fílar elska að gera svo bókin hjálpaði krökkunum að skilja textann sem er á ensku. Það var því sjálfsagt mál að tengja viðlagið, sem við kunnum best, aftan við í sögulok og gefa henni þannig auka "krúttfaktor".
Hópurinn sem sést hér á myndskeiðinu í sögustund er þriggja ára og yndislega lifandi og áhugasamur og skemmtir sér konunglega við að hjálpa Ellý að læra. Það er líka gaman að sjá að með því að tengja hreyfingu og lag við bókina fær maður þau feimnari til að taka þátt í lokin og það ískrar í þeim af kátínu.
Bókin á amazon.co.uk.
"The Elephant's Lullaby" by Tom Knight
The Elephant's Lullaby
In the jungle, late at night
All the little elephants are tucked in tight
Except that one little elephant won't close her eyes
And so we sing the elephant's lullaby
All the animals under the stars
Listen for the sound wherever they are
And by the light of a jungle moon
Big Mama Elephant starts to croon
She sings go to sleep, little elephant
Go to sleep
Little elephants need to get their rest
To grow up big and strong
To make their ears so big and floppy
To make their trunks so long
All the elephants like to play
Hide and seek and tag all day
They slide down trees and swim in the creeks
And take a long bath every day of the week
But at the end of the day
It's time to hit the hay (Chorus)
So if your elephant has been up late
Is tired and hungry don't hesitate
Just give 'em some peanuts so they don't cry
And then sing the elephant's lullaby
It goes Go to sleep, little elephant
Go to sleep
Little elephants need to get their rest
To grow up big and strong
To make their ears so big and floppy
To make their trunks so long