Bókin Room on the Broom er orðin sígild uppáhaldsbók hjá okkur á Sjávarhóli. Hún er ein af þeim bókum sem hreinlega biður um þátttöku áheyrenda. Í henni eru mörg stef og upphrópanir líkt og "já" og "Whooosh" og einnig má nota hendurnar við að banka í kústinn og hræra í galdrapottinum þegar allir segja galdraorðin: "Iggetí, siggetí, súmm".

Er pláss á kústinum? Julia Donaldson
Pláss_á_kústinum

Þessi bók er skrifuð með rími sem kemur mjög vel út á ensku þar sem enska tungan hentar svo vel til ríms. Þannig er það því miður ekki með íslenskuna svo að ég (Imma) hef ákveðið að þvinga því ekki á bækurnar sem verða fyrir vikið stífar heldur lauma rími inn þar sem það liggur vel við. Reynsla mín er sú að þar sem við getum ekki öll verið Þórarinn Eldjárn ættum við ekki að láta þetta fæla okkur frá skemmtilegum bókum heldur njóta þess að segja söguna og það skilar sér til áheyrenda.

Room on the Broom er bók sem maður grípur í til að komast í gott skap. Á myndskeiðinu hér fyrir neðan er hópur sem hjálpaði mér að þróa margar bækur og að skilja þörf áheyrenda fyrir þátttöku. Þetta var ein af þeirra uppáhaldsbókum. Það er því sérlega gaman að sýna þetta myndskeið frá útskriftardeginum þeirra þar sem þau sátu og biðu eftir athöfninni frammi á gangi. Og í stað þess að ókyrrast nutu þau bókarinnar eins og gamals vinar sem brátt yrði kvaddur og stundin varð ógleymanleg.

Á You tube er að finna skemmtilegar útfærslur svo sem söng og leikrit sem bókin býður auðveldlega upp á, svo það er aldrei að vita. Það er aldrei of seint að leika sér á nýjan hátt með uppáhaldsbækur og njóta þeirra upp á nýtt. Bókin á Amazon