Góða nótt, Górilla!
Good_night_gorilla

Það er mjög auðvelt að breyta bókinni Good Night, Gorilla eftir Peggy Rathmann í leik með börnunum. Hún fjallar um dýravörð sem segir góða nótt við öll dýrin í dýragarðinum án þess að hafa tekið eftir því að górillan hefur stolið lyklunum og er að opna búrin eitt af öðru. Öll dýrin elta dýravörðinn heim og skríða upp í rúmið til hans.

Þegar við notuðum bókina með fjögurra ára börnum skiptum við leikfimisalnum í svæði sem áttu að vera búrin, og börnin fengu að velja hvaða dýr úr dýragarðinum þau vildu vera. Imma lék dýravörðinn en eitt barnanna var í aðalhlutverki og fékk að vera górillan sem opnaði fyrir hinum dýrunum. Börnin gátu leikið þetta aftur og aftur. Ánægjulegt var, að þegar ég (Birte) var með börnunum í útivist seinna um daginn spurðu þau hvort við gætum leikið þetta úti. Það kom í ljós að það var alveg jafn skemmtilegt, og leikurinn var mjög vinsæll útileikur í margar vikur á eftir.

Bókin á Amazon