Gekkó, Gekkó
Gekkó14

Þessi síða og þetta myndskeið sýnir útskriftarverkefni barnanna okkar á Sjávarhóli þetta árið og erum við ákaflega stolt af börnunum okkar. Verkefnið hófst í raun í alþjóðavikunum þar sem börnin máluðu heimskort og bjuggu til myndir af fólki sem tengdist böndum sem tákn þess að við erum ein heild og verðum að hjálpast að til að gera heiminn betri. Landakort barnanna heillaði okkur svo að næsta skref var að gera hnetti og var það skemmtilegt og eftirminnilegt verkefni.

Eldflugurnar kveikja og slökkva...
Gekkó10
Þegar við svo ákváðum að leika leikrit á útskrift barnanna datt okkur í hug bók eftir uppáhald okkar, Margaret Read MacDonald, sem hefur verið okkur mikill innblástur í gegnum tíðina. Bókin er "Go to Sleep, Gecko!" eða "Gekkó, Gekkó" og fjallar um gekkó-eðlu sem getur ekki sofið fyrir eldflugunum sem kveikja og slökkva alla nóttina.

Gekkóinn kvartar við höfðingja þorpsins, fílinn. Upphefst nú rannsókn málsins sem endar á því að gekkóinn kemst að því að rigningin rignir og býr til polla svo að moskítóflugurnar deyi ekki og hann fái ekkert að borða. Vatnavísundarnir kúka í holurnar eftir rigninguna svo að litlu dýrin detti ekki ofan í holurnar og eldflugurnar kveikja og slökkva til að littlu dýrin stígi ekki ofan í kúkinn. Fíllinn útskýrir þetta allt fyrir gekkóanum í lokin og bendir honum á að við erum öll ein heild og tengjumst böndum. Gekkóinn fer heim og íhugar málin og sættir sig við eldflugurnar.

Imma að lesa fyrir börnin
Gekkó1

Þegar ég las þessa bók fyrst sá ég að orð fílsins eru þau sömu og eru að finna í laginu sem okkur finnst svo vænt um á Urðarhóli "Við erum dropar" og því alveg tilvalið að tengja lagið við þessa bók. Því eru það gekkó og áhorfendur sem syngja lagið í lokin þegar bókin er lesin en hér eru það leikendur sem syngja þetta sem hápunkt sýningarinnar. Við erum dropar. Hér að neðan má einnig sjá myndir af hinu langa ferli þar sem við bjuggum til leiskviðið en við æfðum okkur líka að leika dýrin og bjuggum til úr því skemmtilega leiki og einnig jóga þar sem við æfðum okkur í því að vera ein heild og tengjast böndum með leikjum og möntrum. Skemmtilegur tími.

Gekkó17Gekkó18Gekkó19 Gekkó3Gekkó4 Gekkó5Gekkó6 Gekkó7Gekkó8Gekkó9 Gekkó11Gekkó13Gekkó15Gekkó16

Bókin heitir "Go to Sleep, Gecko" og er þjóðsaga frá Balí í endursögn Margaret Read MacDonald, með skemmtilegum myndum eftir Geraldo Valério. Bókin á amazon.co.uk

Go to sleep Gecko
Go-to-sleep-gecko