Górilla eignast vin
Little_beauty

Górilla eignast vin er gott dæmi um bók þar sem myndirnar hafa mikil áhrif á lesandann. Við fyrsta lestur höfðu þær þau áhrif á okkur (Immu og Birte) að við lögðum hana til hliðar svekktar því að Antony Browne er stórskemmtilegur sögumaður í máli og myndum en í þessari bók náði hann ekki að heilla okkur með ólíkri tækni í myndskreytingu sem við sáum ekki tilgang í. Okkur varð þó ljóst seinna í apaþemanu á Sjávarhóli að bókin er stórgóð i því að kenna börnum samhyggð og að skilja betur tilfinningar annarra. Söguþráðurinn fjallar um górlillu sem fær allt sem hún vill þar sem hún kann táknmál. Hún er þó ekki glöð heldur einmana þar sem hana vantar vin. Þegar hún biður um vin fær hún kettling sem henni þykir strax undur vænt um. Hún hugsar um hana, leikur við hana og sefur með hana í fanginu, þau fara meira að segja saman á klósettið. Þegar þau horfa eitt kvöldið á kvikmyndina um King Kong í sjónvarpinu verður górillan skyndilega skelfd en síðan reið,svo reið að hún brýtur sjónvarpið. Á eftir er hún skömmustuleg og þegar á að taka kettlinginn af henni í refsingarskyni verður hún harmi slegin. Kisa litla bjargar síðan málunum af hugrekki,vináttu og húmor sem róar börnin eftir tilfinningarússíbana. Börnin voru einfaldlega heilluð af tilfinningum apans sem komu skýrt fram á myndunum jafnvel svo að þau voru voru með tárin í augunum. Við ræddum um myndirnar og æfðum okkur í því að setja upp svipi sem táknuðu ólíkar tilfinningar. Fyrir utan tilfinningar górillunnar er vinátta górillunnar og litlu kisu líka heillandi og með því að spinna dálitlar samræður var hún líka óvænt fyndin.

Bókin á Amazon

Górillan var leið
Leiður

Górillan var hamingjusöm
Glaður
Górillan var mjög reið
Reiður