Gústav kynnir sér heimstónlist
Gústav

Bókin The Lost Music gefur einstakt tækifæri til þess að kynna tónlist víðs vegar að úr heiminum fyrir leikskólabörnunum. Bókin fjallar um moldvörpuna Gústav sem fer í heimsreisu með börnum sínum til þess að kynnast tónlist og hljóðfærum frá Frakklandi, Ítalíu, Ungverjalandi, Afríku (Kenýa), Indlandi, Kína, Japan, Balí í Indónesíu, Ástralíu, Hawaii, Suðurameríku, New Orleans og Skotlandi.

Gústav fer til Indlands
Gústav_Indland

Ég hef lagt mikla vinnu í að finna dæmi um tónlist sem pössuðu við bókina og við hvert land fyrir sig. Þeim sem hafa áhuga á að reyna svipaða þemavinnu í sínum leikskóla (t.d. í sambandi við alþjóðaviku) er velkomið að hafa samband við mig til að fá dæmin lánuð. Bókin á Amazon

Í bókinni er forsaga þar sem börn Gústavs missa áhugann á því að leika á hljóðfæri og Gústav ákveður að fara í heimsreisu til að enduvekja hann. Ég ákvað að sleppa þessari forsögu, og segi í staðinn börnunum einfaldlega að börn Gústavs hafi viljað læra meira um tónlist alls staðar að úr heiminum.

Myndskeiðið hér að neðan er tekið upp í eins konar upprifjunarsamverustund í lok þemavinnunnar í kringum bókina. Við höfðum tekið 3-4 lönd í einu í nokkrum samverustundum á undan, töluðum um hljóðfærin, löndin og dýrin, og dönsuðum við tónlistina frá viðkomandi löndum.

Neðst á síðunni má sjá lista yfir hljóðfæri sem talað er um í bókinni og hvaðan þau koma.

Untitled from Birte Harksen on Vimeo.

Lönd, hljóðfæri, tónlistargerðir

  • Frakkland: Harmonikkutónlist

  • Feneyjar: O sole mio (Moldvörpumúsik)

  • Budapest: Sígaunatónlist: Cimbalom (liggjandi kubbsleg strengjahljóðfæri), Köcsögduda (viðnámstromma)

  • Kenya: trommur, reyrflauta, marimba, graskerslútar.

  • Indland: belgflauta (kóbra), langúr-tromma. Sítar. Tabla-trommur, tanpura (strengjahljóðf.)

  • Kína: P'i-p'a: fjórstrengja perulaga lúta. Ch'in: sjö strenjga sítar. Kao-hu: tveggja strengja hljóðfæri, líkir eftir fuglahljóðum.

  • Japan: tunglgítar, Koto (þjóðarhljóðfæri Japans, Sítar með þrettán strengjum), Takebue (bambusflauta).

  • Bali (Indónesía): Bedhug (tromma), Rebab (bogalúta), Gong Ageng (bjöllur á statífi). Kethipung tromma. Gambang tréásláttarhljóðf. Bonang barung, Saron Panerus: ásláttarhljóðfæri.

  • Ástralía: Ubar (holur trédrumbur), Didgeridoo, samsláttur spýtna.

  • Hawaii: Puniu (lítil tromma), Pahu (stór tromma). Ukeke (stór strengjamunnharpa). Nafa (e-k tromma).

  • Suðurameríka: Charango (tíu strengja lítill gítar). Bombo (tromma), Quena (reyrfluta). Zamponas (panflautur).

  • New Orleans: Jazzútgáfa: básúna, saxafónn, banjó, trommur.

  • Skotland: sekkjapípur.