Kápumynd bókarinnar
Hattie-and-the-fox

Í október 2009 var refaþema á Sjávarhóli í leikskólanum Urðarhóli. Oft leiðir þemað okkur í ákveðna átt og í þetta sinn virtist leiðin liggja í hænsnakofann. Virtust sögur og lög fjalla um baráttu refa við að ná sér í hænu. Þegar við komumst síðan yfir bókina "Hattie and the Fox" eftir Mem Fox hrifumst við þegar af snjallri sögu og frábærum myndskreytingum eftir Patriciu Mullins, en ekki spillti fyrir að um hænu og ref var að ræða.

Söguþráðurinn er mjög einfaldur. Hæna sér eitthvað í runnunum og lætur vini sína vita af því en þau láta sér fátt um finnast. Hænan sér þó alltaf meira og meira og þegar loks refur birtist bregður öllum í brún en mest verða þau þó hissa á kúnni.

Hattie og refurinn
Hattie_og_refurinn

Við sáum strax að bókin um Hattie og refinn bauð upp á mikla möguleika. Dýrin endurtaka sífellt áhugaleysi sitt með stefi í gegnum bókina og Hattie sér alltaf meira og meira af refnum birtast í runnunum. Börnin gátu þannig tekið þátt með því að telja upp líkt og Hattie og bent á þá líkamsparta refsins sem sáust. Ekki spillti fyrir að Hattie talaði hálf undarlega. Og þá var það stefið. Við vorum svo heppin að lagið "minnkurinn í hænsnakofanum" (sem við höfðum breytt í ref) passaði vel við stefið þar sem hin ýmsu dýr eru líka sífellt að tjá sig líkt og í bókinni. Börnin þekktu því strax lagið og tengingin við texta lagsins gaf þeim auka merkingu. Það má því segja að þessa bók flytjum við öll saman frá upphafi til enda.

Bókin á Amazon