The Squeeky Door eftir Margaret Read MacDonald
Unknown

Sagan "The Squeaky Door" er ein af þeim sögum sem Margaret Read MacDonald kenndi okkur á námskeiði haustið 2014 en söguna má finna í sögusafninu "Parent´s Guide to Storytelling" eftir hana en einnig gaf hún út söguna í barnabók myndskreyttri af MaryNewell DePalma.

Þetta er ein af þessum sögum sem heilla mann samstundis með húmor og hlýju og möguleikarnir liggja ljóst fyrir með einföldum söguþræði og fullt af dýrum sem má aðlaga, breyta og bæta eftir óskum leikhópsins.

Strákurinn og dýrin byrjaði öll að gráta
Jói

Sagan fjallar um lítinn dreng sem fer til að gista hjá ömmu í stóra rúminu. Er hann hræddur? NEEI! Ekki HANN! En þegar til kastanna kemur, ljósið slökknar og hurðin ískrar, þá lýta málin öðru vísi við og það er víst vissara að fá kött...hund... svín...og jafnvel hest til að sofa hjá. En hvað gerist þegar þau verða hrædd líka? Sagan er fyndin og börnin hjálpa til að slökkva ljósið og loka hurðinni og styrkja strákinn í að segja "Neei, ekki ÉG" (sem er svo skemmtilegt af þvi þau eru svo hugrökk) þar til þau fá hlutverk svo að þau eru aldrei aðgerðarlaus. Þegar rúmið svo brotnar brýst út kátína og kaos sem aðeins er hægt að laga með þvi að taka til hendinni og hjálpa ömmu að laga rúmið og hurðina, svo að allir geti að lokum sofnað vært og rótt.

Bókin á Amazon