Hver er að banka?
Hver_er_að_banka

'''Bókin "Hver er að banka" varð vinsæl strax við fyrsta lestur og söngurinn þar sem börnin skipa óvættum í burtu höfðaði til allra aldurshópa sem fengu útrás með miklum tilfinningahita og innlifun. Söguþráðurinn segir frá litlum dreng sem er að bíða eftir pabba sem ætlar að færa honum kakó og kvöldsögu en í millitíðinni koma ýmsir óvættir sem hóta drengnum öllu illu. Drengurinn er þó óhræddur með bangsa sér til halds og trausts og hleypir engum inn nema pabba. Það kemur þó í ljós í lokin að þetta hafði allt verið pabbi að plata en drengurinn lét ekki plata sig því hann þekkti inniskó pabba síns allan tímann. '''

Farðu burt górilluapi! Farðu burt!
Górilluapi

Þessi einfaldi og skemmtilegi söguþráður bíður upp marga möguleika og leikræn tilþrif t.d er hægt að bæta við persónum eftir þörfum. Lagið er líka svo einfalt og skemmtilegt að það er hægt að syngja það hvar og hvenær sem er. Saman var þetta óborganlegt í leik að bókum.

Þegar búið var að lesa og syngja bókina bjuggum við til leiksvið,skipuðum í hlutverk og skiptumst á að vera áhorfendur og þar með kór og leikendur nema drengurinn og bangsinn hans sem kúra saman í rúminu meðan á leiksýningu stendur. Eftir velheppnaða leiksýningu voru þó ekki allir búnir að fá nóg og leikur tók við og kvikmyndatökumaðurinn var eins og fluga á vegg og reyndi að láta sem minnst fyrir sér fara. Verðum við alltaf jafn glaðar þegar börnin vilja taka við stjórninni og leikgleðin tekur völdin.

Bókin heitir Knock, Knock, Who's There? og er eftir Sally Grindley. Hún fæst á Amazon. Lagið "Go Away" hjá SuperSimpleSongs veitti mér innblástur og þegar ég (Birte) sá bókina datt mér strax í hug að tengja þetta tvennt saman.