Eftir Mario Ramos
Flottastur_bók

Forlagið Bjartur skrifar: "Segir hér af hinum hégómlega – en óneitanlega töluvert glæsilega – úlfi sem spígsporar um skóginn og krefst þess að aðrir dáist að honum. Hann hittir meðal annars Rauðhettu og Mjallhvíti og sjö litla menn, sem öll hrósa honum í hástert – en hann hefði betur hugsað sig um tvisvar áður en hann truflaði drekabarnið sem er í feluleik við fuglinn."

Þessi bók er einföld og skemmtileg og upplagt að leika hana, ekki sakar heldur að hún er á íslensku. Við lékum hana á Sjávarhóli og völdum í hlutverkin með því að draga spjöld.

Það var pínulítið skondið að sá sem hreppti aðalhlutverkið er þekktur fyrir ljúfmennsku og hægláta skapgerð og átti því í dálitlum erfiðleikum með að halda því fram að hann væri flottastur. Það er þó alltaf gaman að nota þessa aðferð í hlutverkaskipan til að gefa öllum tækifæri að leika aðalhlutverkið og styrkja sjálfsmyndina. Þeir feimnu gleðjast jafn mikið yfir þeim heiðri og aðrir og ef ekki er lítið mál að spyrja einhvern hvort hann vilji skipta við sig.

Úlfurinn og Rauðhetta
Flottastur
Grísinn: Þú ert flottastur!
Flottastur1
Mjallhvít og úlfurinn
Flottastur4
Litli drekinn og úlfurinn
Flottastur2