Shark in the dark eftir Peter Bently
Shark-in-the-Dark

Hákarlinn í hafinu eða "Shark in the Dark" var bók sem var pöntuð þegar við vorum með hákarlaþema á Sjávarhóli, hún var í bundnu máli þannig að þegar hún passaði svo einstaklega hentuglega við lagið "Hákarlinn í hafinu" eftir Aðalstein Ásberg fannst mér ekki hægt að sleppa því að tengja þetta saman og gera bókina enn áhugaverðari bæði vegna þess að textinn er skemmtilegur og einnig vegna þess að þetta lag var í miklu uppáhaldi hjá börnunum. Textann má sjá neðst á síðunni.

Með því að tengja bókina og lagið saman er bókin mun áhrifaríkari og verður líka til þess að hún geymir lagið og verður til þess að það lifir áfram á deildinni. Það er líka skemmtilegt þegar maður er að læra nýtt lag með miklum texta að fá bók upp í hendurnar sem hægt er að leika sér með til að læra textann og gefa honum meiri sögu og innlifun.

Hákarlinn í hafinu á bornogtonlist.net. Lagið er eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson.

"The shark in the park" á Amazon

Texti (Ingibjörg Ásdís Sveinsdóttir)

Niðrí dimmu,djúpu hafinu
er eitthvað á kreiki
sem iðkar grimmilega leiki.
Blikar á beittar tennur,
og blóð um kjaftinn rennur.
Hann er ógnarlega langur
og hryllilega svangur

Varið ykkur fiskar,
varið ykkur á
hákarlinum í hafinu.
Hann kemur upp úr kafinu
kyrrlátur og kvikur...

"Hákarlinn í hafinu"
lýstu lúðurnar yfir.

"Blikar á beittar tennur"
sögðu skjaldbökurnar skjálfandi

"Blóð um kjaftinn rennur"
mælti máttlaus makríllinn

"Skyldi hann gleypa stóra eða smáa,
hákarlinn í hafdjúpinu bláa"
kveinuðu allir litlu fiskarnir 
og forðuðu sér fljótt.

En hákarlinn í hafinu
hann kann að synda í kafinu
og hann kom nær og nær.
"Komið hérna fiskafisk,
komið á minn matardisk"

En allir litlu fiskarnir flýðu 
eins og sporðarnir gátu borið þá og sungu
"Hákarlinn í hafinu
kvikur er í kafinu.
Leikur hann sér að löngu,
loðnu og síldargöngu,
skyldi hann borða stóra eða smáa
hákarlinn í hafdjúpinu bláa."

Og hákarlinn í hafinu, hann hló
"Nei ekki vil ég borða neina skó,
gleðst ég yfir grimmilegum dauða,
ég er hákarlinn í hafdjúpinu rauða."

Já varið ykkur fiskar,
forðið ykkur fljótt,fljótt
því skelfing fer hann skjótt,skjótt.

Og fiskarnir þeir flýðu bátsflaki hjá
og ó-in og æ-in bárust þeim frá.
Þar inni smokkfiskurinn var
því hann átti jú heima þar
og kátar voru kveðjurnar
er þeir komust þangað inn.

Svo fékk hann allt að heyra
og kannski svolítið meira
því rautt var orðið hans "eyra"
er allt var orðið hljótt.

"Svo hann er hér á reiki,
með grimmilega leiki
og hræðir þá sem eru smærri
bara afþví að hann er stærri.

Varaðu þig bara
á þínum hákarlaleik
því nú,því nú fara fiskar á kreik"

Hákarlinn í hafinu,
kann að synda í kafinu
og nálgaðist nú óðum.
"Hvar eruð þið litlu fiskafisk,
komið á minn matardisk".

Það blikaði á beittar tennur
og grimm glampandi augun
skimuðu,hér,skimuðu þar,
skimuðu allstaðar.

Varið ykkur fiskar...
varið ykkur á hákarlinum í hafinu.

Þá skyndilega sá hann
í fjarska dimman skugga
með sporð og tvenna eyrugga.

Og hákarlinn hann hló
"Ég borða ei neina skó,
sjáðu mínar tennur,
þú ekki frá mér burtu rennur"

Hákarlinn í hafinu 
kvikur er í kafinu