Bók eftir Esphyr Slobodkina
Caps_for_sale

'''Bókin Caps for Sale eða húfur til sölu fjallar um húfusölumann sem hefur þann óvanalega sið að ganga um með allar húfurnar á höfðinu. Einn daginn tekst honum ekki að selja húfur svo að hann fær sér gönguferð upp í sveit til að fá sér blund upp við tré.

'''Þegar hann vaknar er búið að stela öllum húfunum nema einni. Hann leitar allstaðar en finnur þær ekki þar til hann lítur upp og sér að hópur apa upp í trénu hefur stolið húfunum hans. Hann veit ekki hvernig hann á að ná húfunum aftur svo hann biður og skammast en aparnir herma bara eftir honum.

Á endanum verður hann svo reiður að hann hendir húfunni sinni á jörðina og aparnir gera slíkt hið sama. Þannig endurheimtir hann húfurnar og getur haldið áfram að reyna að selja húfur og nú vilja allir krakkarnir á Sjávarhóli kaupa eina. Sjá myndskeiðið neðst á síðunni.

Börnin æfa sig...
Caps1
Þessi bók sló í gegn hjá okkur í apaþema á Sjávarhóli. Það var auðvelt að leika hana og allir fengu skemmtilegt hlutverk hvort sem það var að standa grafkyrr eins og tré,prakkarast og gefa frá sér apahljóð eins og aparnir eða vera sölumaðurinn sem gat stjórnað hermileiknum og látið apana gera allt sem hann vildi.
Húfur til sölu, kosta eina tölu!
Caps_for_sale4

Krakkarnir skiptust á að prófa öll hlutverkin og skemmtu sér hið besta, mesta skemmtunin var þó ekki aðeins falin í hermileiknum heldur í jafnvægishæfileika sölumannsins við að bera húfurnar á höfðinu. Það varð auðvitað að æfa áður en bókin var leikin og gerðu þau það af mikilli einbeitingu með svampdiska úr íþróttasalnum á höfðinu eins marga og þau gátu, svo kostulegt var að horfa á.

Krakkarnir bentu líka á að sölumaðurinn ætti auðvitað að söngla húfur til sölu kostar eina tölu sem setti puntinn yfir iið. Þetta er bók sem býður upp á marga möguleika en við heilluðumst af því að þetta væri í raun bók sem nýttist vel við íþrótta kennslu. Við tókum því upp myndskeiðið í íþróttasalnum þar sem allir fengu að klifra og hreyfa sig að vild.

Bókin á Amazon