Þetta er skemmtileg saga um lítinn kengúrustrák sem er að leita að skoppinu sínu. Ekkert dýranna sem Jói talar við hefur séð skoppið, en í lokin hittir hann krókódíl, sem nær næstum því að plata og éta hann. Jói áttar sig þó í taka tíð og skoppar út úr munni hans. Voilà!
Þetta er upphaflega danskt lag sem heitir "Stop den lille kænguru", en við gerðum íslenska textann þannig að hann passaði við söguna um Jóa kengúrustrák úr bókinni Wanda Wallaby Finds Her Bounce eftir Jonathan Emmett. Við breyttum aðalpersónunni í kengúrustrák og skírði hann Jóa af því að við höfum verið með kengúrþema og vissum því að kengúrubörn eru oft kölluð "joey" í Ástralíu.
Neðst á síðunni má sjá myndir þar sem krakkar leika söguþráðinn.
Jói kengúrustrákur
Stoppið kengúrustrákinn
áður en hann hoppar burt!
Stoppið kengúrustrákinn
áður en hann hoppar burt!
Skoppið hans Jóa var horfið,
Jói leitað um allt.
Dýrin sögðu öll við hann:
„Leita áfram þú skalt!“
Loks kom Jói að fljóti,
krókódíllinn þar beið.
„Í skolti mínum það festist,
skríddu inn alla leið“.
Þessu trúði hann Jói,
inn í ginið hann skreið.
En svo sá hann samt að sér
hoppaði burt sína leið!
Og svo syngjum við:
Stoppið kengúrustrákinn
áður en hann hoppar burt!
Stoppið kengúrustrákinn
áður en hann hoppar burt!
Syngjum saman nú:
Stoppið kengúrustrákinn...
Lag: "Tie Me Kangaroo Down Sport" / "Stop den lille kænguru"
Texti: Birte Harksen og Baldur A. Kristinsson