Bók eftir Verna Aardema
317862

"Bringing the Rain To The Kapiti Plain" eftir Verna Aardema er skemmtileg bók með texta sem er endurtekinn á hverri síðu en bætir sífellt við sig. Bókin náði þó ekki að skína hjá okkur þar til við sáum möguleikann á því að einfalda textann mjög mikið, sleppa endurtekningum og nýta söguþráðinn í jógasögu. Það er mjög gaman að nota jóga í stef bóka en það er stórskemmtilegt að geta flutt alla söguna með jógastellingum. Þessi útgáfa af sögunni sló í gegn hjá okkur fyrir um fimm árum síðan og var þá leikin inni og úti, en að leika jógabækur úti er sérstök upplifun.

Kípat og Malaika
bringingtheraintokapitiplain

Bókin fjallar um þurrk á Kapitisléttunni. Yfir sléttunni hangir dimmt og mikið rigningarský en ekki fellur dropi úr lofti. Villtu dýrin hafa yfirgefið sléttuna en Kípat er þar enn með kýrnar sínar á beit á skrælnuðu grasinu og þær þjást af þorsta. Einn daginn flýgur örn yfir sléttuna og hann missir eina fjöður. Fjöðrin gefur Kípat hugmynd, hann býr til ör úr fjöðrinni og skýtur henni með boganum sínum á hið mikla rigningarský, gerir gat á það og það fer að rigna. Kípat verður hetja þorpsins og þegar hann eignast son, fer sá sonur með kýrnar á sléttuna, tilbúinn til að skjóta ör á hvert það ský sem ógnar Kapitisléttunni.

Það er því mikil ánægja að það sé nú komið myndskeið með nýjum börnum sem njóta sögunnar og það er líka gaman að sjá svona ung börn 3-4 ára gera þetta svona vel. Ég hef verið spurð hvort þetta séu börn sem stunda jóga reglulega en svo er ekki, börn hafa bara svo gaman af jóga og eru einstaklega opin fyrir því (Sjá líka myndirnar neðst á síðunni). Við vorum líka svo heppin að hafa rigningarstaut og þrumuhljóðfæri til að setja enn meiri stemningu og mantra eftir Gurudass Kaur setur punktinn yfir iið á myndskeiðinu.

Bókin á Amazon

Myndskeið

Kípat
DSC02687
Kýrin
DSC02681
Örninn
DSC02689
Örin
DSC02690
Boginn
DSC02691
Kappinn
DSC02698

Það er líka gaman að tengja þessa bók við lagið um hana Malaiku sem margir þekkja og láta Kípat vera að dreyma um að fá hana fyrir konu þar sem hann stendur þögull og kyrr úti á sléttunni. Einnig eru til fleiri skemmtilegar bækur um Masai ættflokkinn og swahili tungumálið sem spennandi er að tengja saman í þema, svo sem "Við förum öll saman í safaríferð" eftir Laurie Krebs, "Who´s in the Rabbit´s House" eftir Verna Aardema og "Nanta´s Lion" eftir Suse MacDonald.

Textinn á swahili

Malaika, nakupenda Malaika
 
Malaika, nakupenda Malaika
 
Nami nifanyeje, kijana mwenzio
 
Nashindwa na mali sina, we,
 
Ningekuoa Malaika
 
Nashindwa na mali sina, we,
 

Ningekuoa Malaika
 

Þýðing á ensku

Angel, I love you angel

Angel, I love you angel
and I, what should I do, your young friend
I am defeated by the bride price that I don't have
I would marry you, angel
I am defeated by the bride price that I don't have
I would marry you, angel