Kónguló á gólfinu
Spider

Kónguló á gólfinu eða Spider on the Floor er skemmtileg bók um það hvernig kóngulóin spinnur vef sinn út um allt - og aðallega á persónunni í bókinni - auk þess sem alls konar dýr flækjast í kóngulóarvefnum. Textinn er í rauninni söngtexti.

Spider on the Floor er eftir Raffi og myndirnar eftir True Kelley. [[Bókin á Amazon|//www.amazon.co.uk/Spider-Floor-Songs-read-Raffi/dp/0517885530) [250 px|thumb|Kónguló í hárinu](Mynd:Spider_on_the_floor.jpg]]

Í bókinni er söngtexti á ensku, sem ég þýddi yfir á íslensku. Það sem er börnunum finnst svo skemmtilegt er að skoða myndirnar og fylgjast með öllum dýrunum sem flækjast í kóngulóarvefnum á meðan við syngjum lagið.

Börnin geta "gert kónguló" með hendinni og látið hana skríða um eftir því sem textinn segir til um. Laglínuna þekkjum við öll: "If you're happy and you know it". Sjá myndskeiðið hér að neðan, þar sem Heiða leikskólakennari syngur með börnunum á Stjörnuhóli

Kónguló á gólfinu

    D             A
Það er kónguló sem spinnur vef á gólfinu x2
    G
Hvað er hún að gera inni
    D 
hér í íbúðinni minni?
    A             D
Það er kónguló sem spinnur vef á gólfinu

Það er kónguló sem spinnur vef á fætinum x2
Ég stappa fótunum og hoppa
en hún ætlar ekki’ að stoppa!
Það er kónguló sem spinnur vef á fætinum

Það er kónguló sem spinnur vef á maganum x2
Og svo hunsar hún mig bara
er ég segi’ henni að fara!
Það er kónguló sem spinnur vef á maganum

Það er kónguló sem spinnur vef á hálsinum x2
Nei, nú fór hún yfir strikið
þetta kitlar allt of mikið!
Það er kónguló sem spinnur vef á hálsinum

Það er kónguló sem spinnur vef á nefinu x2
Það getur varla orðið verra
Því hún fær mig til að hnerra!
Það er kónguló sem spinnur vef á nefinu…  Atjúú!

Það er kónguló sem spinnur vef í hárinu x2
Svo nú fer ég bara' í sturtu
til að skola henni' í burtu!
Það er kónguló sem spinnur vef í hárinu

… en nú hoppar hún af!

Það er kónguló sem spinnur vef á gólfinu x2
Hún á ekki' að vera inni 
hér í íbúðinni minni?
Það er kónguló sem spinnur vef á gólfinu...

Lag: "Spider on the floor" /"If you're happy and you know it"
Þýð.: Birte & Baldur