Bókin heitir "Litla bláa lestin" og fjallar um leikfangalest sem lendir í vandræðum á leið upp brekku og þarf hjálp til að komast áfram. Margar lestir stoppa en engin vill hjálpa henni. En þegar litla bláa lestin kemur, segir hún: "Ég skal reyna eins og ég get" - og henni tekst það :-)The little Engine that could er þekkt barnalag sem ég(Imma)hlustaði mikið á í æsku og því var það mjög gaman að þýða það og virkja í sögustund. Þessi saga hefur skemmtilegan boðskap sem gaman er að ræða og gefur líka mikla möguleika um þátttöku bæði hljóð og hreyfingar. Það má líka leika sér með stefið "Ég veit ég get" segja það hægt og hratt eftir því hvort farið er upp brekku eða niður. Einnig væri upplagt að leika hana. Á myndskeiðinu hér fyrir neðan er sögustund um haust á Sjávarhóli þar sem yngri börnin eru nýkomin á eldri deildina og eru smám saman að læra af þeim eldri að taka þátt.
Lagið sem Imma notar er upphaflega eftir Burl Ives en hún þýddi textann yfir á íslensku. Imma hefur líka þýtt fleira lög eftir hann: Lítil hvít önd, Hvalurinn Sara, Þrjár litlar uglur og Froskur fór í bónorðsferð.
Texti
Nú ætla ég að segja ykkur
litla sögu í dag.
Og ef þíð eruð stúrin
hún kemur öllu í lag.
Við stundum erum lítil
þó við viljum vera stór,
svo tökumst nú í hendur
og syngjum öll í kór:
Ég veit ég get
Ég veit ég get!
Ég veit ég þetta get!
Og ef að ég nú efast fer
ég segi: "Ég veit ég þetta get!"
Ég veit ég get! Ég veit ég get! o.s.frv.