Ljóti fiskur eftir Kara LaReau
Ljóti_fiskur

"Ugly Fish" var ein af þeim bókum sem við notuðum í fiskaþema á Sjávarhóli vorið 2010. Þetta er einföld bók með skondinn endir sem höfðar ekki síður til fullorðinna sem gefur henni skemmtilega tvíræðni í flutningi. "Ljóti fiskur" eða "Ugly Fish" eftir Kara LaReau er einföld stefbók sem auðvelt er að leika sér með og þar sem söguþráðurinn er skemmtilegastur við fyrsta lestur er þátttaka hlustanda partur af því að lengja líftíma bókarinnar.

Það finnst öllum gaman að vera frekjulegur Ljóti fiskur sem vill eiga fiskabúrið einn þó að endirinn komi þeim ekki lengur á óvart. Hjá okkur létum við þarna staðar numið í bili en gaman væri að bæta við lagi sem ljóti fiskur gæti sungið eða leika bókina og hvað þá með söngleik. Oft eru það einföldustu bækurnar sem bjóða upp á mesta möguleikana.

Hér fyrir neðan er upptaka af sögustund á lokahátíð Sjávarhóls vorið 2010 sem var auðvitað fiskahátíð.