Það er mikið gleðiefni að fá hina bandarísku sögukonu og rithöfund, Margaret Read MacDonald, til landsins (nú í september 2014). Hún hefur ferðast mikið um heiminn og vinnur með þjóðsögur frá hinum ýmsu löndum. Sem sagnaþulur leggur hún mikla áherslu á þátttöku áheyrenda gegnum söng, hreyfingar og leiklist, svo eitthvað sé nefnt. Hún hefur gefið út margar bækur sem innihalda sögur og leiðbeiningar fyrir sögumenn en líka myndskreyttar barnabækur sem ýta undir þátttöku áheyrenda. Síðasta bók hennar fjallar um hvernig hægt er að nota sögur í kennslu og heitir "Teaching With Story".