Peter Rabbit
Peter_Rabbit

Börnin eru mjög hrifin af þessum hreyfileik, en hann notar persónur úr sögunni um Pétur kanínu. Það er sérstaklega skemmtilegt ef kennarinn tekur að sér hlutverk McGregors sem lætur kanínurnar leika á sig. Laglínan sem er notuð er "Elska Jesú er svo dásamleg". Kennari leikur Hr. McGregor og sögumannin. Börnin leika kanínurnar og gott er að hafa kennara með þeim til að leiða þau áfram í söngnum og sögunni (Sérstaklega í byrjun).

Einn daginn var herra McGregor að vinna í garðinum sínum. Hann var að taka upp baunir því hann ætlaði að hafa baunakássu í kvöldmatinn. Hann valdi bara stærstu og bestu baunirnar. En á eftir honum komu Pétur kanína og allir vinir hans sem höfðu enn einu sinni stolist í garðinn hans. Þeir voru að tína allar baunirnar sem herra McGregor skildi eftir. Herra McGregor tók ekki eftir neinu og söng við vinnu sína: (Lagið við textann er: "Elska Jesú er svo dásamleg")

"Tíni baunir, set þær í pokann minn
tíni baunir, set þær í pokann minn,
tíni baunir, set þær í pokann minn,
set þær í pokann minn"
Shake-it-up Tales
Shake-It-Up-Tales

Syngur lagið, þá byrja kanínurnar að syngja með honum sama texta, bara aðeins öðruvísi:

"Tíni baunir, set þær í magann minn
tíni baunir, set þær í magann minn,
tíni baunir, set þær í magann minn,
set þær í magann minn"

Hr. McGregor syngur vísuna aftur en snýr sér svo við og spyr: "Heyrði ég eitthvað?" En fær ekkert svar og hann sér ekki kanínurnar. Syngur lagið í þriðja sinn en hættir snögglega í stað þess að syngja"... pokann minn" og heyrir þá kanínurnar syngja "...magann minn". Herra McGregor snýr sér við "Aha þarna náði ég ykkur. Hvað voruð þið að syngja?". Kanínurnar verða aumingjalegar og svara syngjandi "Tíni rætur...er ég ekki með fína fætur.." Herra McGregor verður enn strangari: "Hvað voruð þið að syngja?". Kanínurnar verða enn aumingjalegri :"Tíni ber, set þær í magann minn". Herra McGregor fussar: "Já þetta heyrðist mér, nú fer ég með ykkur allar heim í pokanum mínum og set ykkur í stóra pottinn minn. Herra McGregor fer heim og setur þær í pott með loki. En þá heyrir hann að þær fara að syngja og dansa í pottinum:

"Heyri mömmu kalla á mig heim í mat,
heyri mömmu kalla á mig heim í mat,
heyri mömmu heim í mat,
kalla á mig heim í mat". 

Herra McGregor líkar vel það sem hann heyrir: "Hvað voru þið að syngja og sprikla þarna í pottinum". Kanínurnar svara: Hleyptu okkur upp úr pottinum upp á borðið og þá sérð þú og heyrir svo miklu betur". Herra McGregor gerir þetta og hvetur þær til að dansa og syngja sem þær gera. "En skemmtilegt, en hvað þið dansið og syngið vel". Kanínurnar:" Láttu okkur upp í gluggakistuna þá getum við dansað enn betur". Herra McGregor er hinn kátasti: "Má ég þá aldeilis fá að sjá ykkur syngja og dansa ,svona dansið þið nú og látið nú heyra í ykkur". Herra McGregor er svo upptekinn við að syngja og dansa að hann tekur ekki eftir að glugginn er opinn og kanínurnar stökkva út um gluggann og fela sig. Herra McGregor áttar sig og leitar og leitar ergilegur að þeim út um allt en finnur þær ekki. En kanínurnar dansa og hoppa gleðikanínuhoppið sitt og daginn eftir eru þær enn allar komnar í garðinn að tína baunir og syngja lagið sitt.

Þennan leik/sögu er hægt að leika á ýmsum stöðum því það er alltaf skemmtilegt að finna nýja felustaði. Það má líka alltaf breyta og spinna söguþráðinn eftir því hvað hentar í hvert sinn eða hvað kemur upp í hugann.

Sagan/leikurinn er unninn upp úr sögu eftir Margaret Read McDonald "Pickin´ Peas" en persónur og sögusvið eru úr sögunni "The Story of Peter Rabbit" eftir Beatrix Potter (Þar sem við vorum nýbúin að lesa hana).

Gegnum árin hefur McGregor karlinn komið af og til í heimsókn og lesið sögur og vísur og orðið einn af vinum Sjávarhóls þó að Imma finni alltaf til í kjálkunum þegar hann kemur af einhverjum ástæðum.

Hér fyrir neðan má finna tvö myndskeið,annað af sögustundinni og hitt af sögunni leikinni.

Peter Rabbit and the flopsy Bunnies á Amazon
Shake-it-up Tales" á Amazon

Útfærsla: Imma Sveinsdóttir, kennari á Heilsuleikskólanum Urðahóli.''' Flokkur:Leikur og leikrit]]