Að leika söguna um Pétur og úlfinn var sérlega skemmtilegt nú í vetur. Börnin virtust öll kunna söguna og voru fljót að finna sér sinn stað í atburðarásinni og var það nýtt fyrir okkur að börnin veldu sér svo snemma hlutverk strax í sögustund og þeim fannst síðan (T.d. Bjarki-Pétur, Lea-fugl, Fannar-önd). Hvernig sögustund og leikur blönduðust síðan á afslappaðan og sjálfsagðan hátt var yndislegt á að horfa eins og sést á síðara myndskeiðinu.

Sagan/leikurinn hélt síðan áfram að koma okkur skemmtilega á óvart á með nýjum smáatriðum og sjónarhornum sem börnunum duttu í hug og urðu auðvitað alveg ómissandi í sögunni.

T.d er það auðvitað rökrétt að kötturinn veki afann þegar úlfurinn kemur og ekki er heldur ólíklegt að kötturinn éti svo sem einn og einn fugl. Veiðimaðurinn finnur endurnar á göngu sinni í leit að úlfinum og segir þeim að hann sé veiðimaður og sýnir þeim byssuna sína meðan þær aftur á móti eru í óða önn að byggja sér hús úr stólunum á tjörninni, ef til vill til að verjast úlfinum.

Það er síðan frekar óheppilegt að afi gamli er tannlaus og erfitt er að skilja hann en hann notar látbragðið sem betur fer óspart. Það að fuglinn sé svo þreyttur að hann geti bara sofið getur líka reynst erfitt fyrir framgang sögunnar en allir hjálpast að, fullir af umburðarlyndi. Kisa mjálmar síðan kvartandi í sínu horni og úlfurinn fylgist með öllu úr skóginum.

Það að öll þessi litlu smáatriði o.fl. gerðust oftar en ekki fyrir utan æsispennandi söguþráðinn og hver og einn var að dýpka sinn karakter sér til ánægju og lifa sig þannig enn betur inn í leikinn var einstaklega skemmtilegt að fylgjast með og sköpunarkrafturinn og leikgleðin skildi okkur eftir uppnumdar og þakklátar fyrir að hafa fengið að vera með í því að leika og njóta.

Fyrra myndskeiðið: Leikurinn

Textar við tónstef dýranna

sme8.554170

Fyrir nokkrum árum síðan gerði Birte litla texta sem passa við laglínuna fyrir hvert dýr fyrir sig og hjálpa okkur til að þekkja tónstefin í sundur. Stefið hans Péturs er mjög auðvelt að muna en það er strax erfiðara að muna hin. Í myndskeiðinu hér fyrir neðan eru upptökur úr einni sögustund þar sem hún meðal annars syngur stefin með textunum. (í þeirri sögustund notaði hún líka nöfn barnanna eins og talað var um en til að tryggja nafnleynd höfum við auðvitað klippt þau út).

PeturOgUlfurinn
Pétur: "Pétur, já, það er ég. Og ég er ekkert hræddur, því að úlfurinn hann kemur aldrei!"

Fuglinn: „Góðan daginn, vinur. Yndislegur dagur er.  Við erum kát og glöð og syngjum því það er sól í dag.“

Öndin: “Bra bra! Ég fer að synda á tjörninni. Vatnið er svo slétt í dag!“

Kötturinn: „Læðist hér, læðist þar. Fuglinn vil ég fá og vonandi fer enginn hér að kjafta frá – mjá!“

Afi: „Ó, Pétur minn! Ég búinn var að segja þér að þú átt að ve-ra hér kyrr – hjá húsinu!"

Úlfurinn: „Hér út úr skóginum ég kem, svo gættu þín!“

Veiðimen: „Baaang! Við skjótum hann nú með Bang! Bang!“

Þátttökusögustund

Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar fyrir nokkrum árum þegar við vorum að leika söguna inni í íþróttasal. Það var líka mjög eftirminnilegt og gaman.

Þrír kettir að reyna að ná fuglinum
DSC07055___40__1__41__
Tveir Pétrar eru að reyna að veiða úlfinn
DSC07074___40__1__41__