Julia Donaldson/Rebecca Cobb
the-paper-dolls-978144722014501

Þetta er mjög falleg saga eftir Julia Donaldson og myndskreytt af Rebecca Cobb, um litla stelpu og röð af fimm litlum pappírsbrúðum sem mamma hennar hjálpar henni að búa til. Pappírsbrúðurnar lenda í miklum ævintýrum, bæði inni í húsinu og úti í garði. Þær þurfa að sleppa frá risaeðlu, tígrisdýri og krókódíl, og þótt að strákur með skæri klippi þær á endanum í búta lifa þær áfram í minningu stelpunnar, þangað til að hún er orðin fullorðin kona og tilbúin að deila þeim með dóttur sinni...

Það kom í ljós að þessi bók hentar einstaklega vel fyrir "leik að bókum", því að það eru svo margar fígúrur í henni sem er skemmtilegt að leika. Þær "hættulegu" eru alltaf skemmtilegar (hér eru það risaeðla, tígrisdýr, krókódíll og strákurinn með skærin), en það var greinilegt að börnin fimm sem léku pappírsbrúðurnar höfðu líka mjög gaman af því að haldast í hendur hvað sem á dynur. Ég fékk að leika mömmuna (með kaffibollann) sem hjápar dóttur sinni að búa til pappírsbrúðuröðina í upphafi sögunnar en í lokin verður stelpan sjálf mamma og kennir nú dóttur sinni að gera alveg eins - en hún skírir sínar pappírsbrúður allt öðrum nöfnum.

Krókódíllinn: Nú stekk ég upp og ét ykkur!
Tígrisdýr
Við erum Stína og Sturla og öfugsnúna Helena. Elvar og Erla með bláu slaufuna
paperdolls

Pappírsbrúðulagið

Þegar villidýrin hóta að éta pappírsbrúðubörnin, haldast þau fast í hendur og syngja hástöfum eftirfarandi vísu við lagið Við erum söngvasveinar - og síðan svífa þau burt, niður stigan, upp í strætó eða út í garð:

„Þú nærð okkur aldrei, ó nei, ó nei, ó nei!
Við höldumst öll í hendur og sleppa viljum ei!
Við erum Stína og Sturla og öfugsnúna Helena,
Elvar og Erla með bláu slaufuna.“

Þeir sem hafa áhuga á að kaupa bókina, gæti þótt gagnlegt að fá þýðinguna sem við höfum gert og e.t.v. líma hana yfir enska textann. Hér er pdf-skjal með þýðingunni.

Það er hægt að kaupa bókina á Amazon.uk.co og hún kostar bara fjögur pund.Skoðið bókina.

Pappírsbrúðurnar stukku...
pappírsbrúðuröð
... upp á gulan strætó
Strætó
Tígrísdýrið: Nú stekk ég upp og ét ykkur!
Tígrisdýr2
Pappírsbrúðurnar dönsuðu í kringum matardiskinn
Matur
Krókódíllinn: Nú kem ég og ét ykkur!
Krókódíllinn
Strákurinn: Ég ætla að KLIPPA ykkur!
Strákurinn