Shhh! Bók eftir Sally Grindley
Shhh

Þessa bók höfum við einfaldlega kallað "Risann" og börnin fá sæluhroll þegar hún er nefnd. Þetta er nefnilega bók sem æsir og spennir og hræðir. Söguþráðurinn er sá að sögumaður býður áheyrendum sínum með í skoðunarferð um kastala risans að því virðist mest til að reyna á hugrekki þeirra. Hópurinn læðist framhjá risamús, risaketti og eiginkonu risans með þá vitneskju að ef upp um hann kemst setur risinn hann í súpu með kóngulóm og ánamöðkum og borðar hópinn í einu lagi. Oft munar mjóu en sem betur fer er hægt að kíkja til baka og sjá að allt er með kyrrum kjörum. Eða þar til komið er að risanum,hópurinn heldur sig hólpinn en þegar litið er til baka kemur í ljós að risinn er á hælunum á honum.

Þetta er bók sem ef til vill ekki allir kunna við að lesa þar sem hún miðast við hræða börnin,en börnin elska hana. Og þau sem verða hræddust vilja fá að heyra hana aftur og aftur. Þau börn eru líka upptekin af því að láta þá skoðun sína í ljós að þetta sé bara bók. En þær vangaveltur eru það skemmtilegasta við bókina. Hvað felst í bókum og hvað er bara bók? Er möguleiki að risinn stígi út úr bókinni? Opnum við annan heim þegar við opnum bókina? Fór risinn í alvöru til Hveragerðis í afslöppun?

Hjálp! Risinn er vaknaður!
Risinn
Og eftir að börnin eru búin að sannfæra sig um að bókin sé bara bók og sögumaður og eigi að opna bókina og lesa bókina til enda og þar með takast á við risann með þeirri fullyrðingu að hann sé ekki til, koma ráðleggingar um hvort ekki sé ráðlegt að geyma bókina með einhverju þungu ofan á þar sem risinn fór létt með að lyfta sögumanni og ef bókin er rifin kemst risinn þá út?

Skemmtilegt er að börnin séu dálítið hugrakkari en sögumaður og beri sig betur og að sögumaður verði mjög hræddur í lokin. Svo hræddur að hann og setjist á bókina og halda sér fast svo að risinn komist ekki út er alltaf jafn vinsælt. Hláturinn og æsingurinn í lokin er alltaf jafn skemmtilegur bæði fyrir áheyrendur og sögumann sem er jafnvel með smá hjartslátt eftir að öllu loknu.

Bókin á Amazon