Sjonni svali
Shark_in_the_park

Í vetur höfðum við á Sjávarhóli hákarlaþema sem var ákaflega skemmtilegt og áhugavert. Við lásum bækur og sungum hákarlasöngva og vorum meðal annars svo heppin að fá "Hákarlalagið" frá Vestmannaeyjum, og nýttum við það lag út í ystu æsar þar sem það var vægast sagt vinsælt.

Þegar lesa átti síðan bókina "Shark in the Park" eftir Nick Sharrett var ómótstæðilegt að nýta laglínunna og laga textann að bókinni til að gera bókina meira spennandi. Bókin fjallar um hann Sjonna sem á sjónauka og finnst mjög gaman að skoða hluti með honum. Þennan dag er hann á höttunum eftir hákarli í almenningsgarðinum og fær af og til skrekk þegar hákarlsuggi birtist í sjónaukanum. Það reynist síðan allaf vera eitthvað annað og Sjonni gefst að lokum upp og fer heim að borða með pabba sem er með afar töff hárgreiðslu.

Leikur: Hvar er ugginn?
Hvar_er_ugginn
Sjonni Svali
da-da-da-da-da-da-da!
með sjónauka
da-da-da-da-da-da-da!
Hann horfir upp
da-da-da-da-da-da-da!
Hann horfir niður
da-da-da-da-da-da-da!
Og til hliðar
da-da-da-da-da-da-da!
Og til hliðar
da-da-da-da-da-da-da!
... og hann sér HÁKAAAAARL!

Bókin á Amazon.co.uk

Út frá bókinni þróaðist síðan skemmtilegur felahlutleikur þar sem svartur uggi er falinn einhversstaðar í samverustund og við hjálpum þeim sem leitar með því að syngja lagið okkar lágt þegar hann er kaldur og hærra eftir því sem hann kemur nær ugganum og er heitari. Á myndskeiðinu hér fyrir neðan er lokastund hákarlaþemans í gangi og höfum við fengið hana Sigrúnu skólastjóra sem heiðursgest. Það að hún var leitandinn gerði stundina enn skemmtilegri og við skríktum af kæti.