Skröltormastrákurinn
Skröltormastrákurinn

Þjóðsöguna um skröltormastrákin fann ég fyrst í sögubók eftir Margaret Read MacDonald þar sem hún benti á skemmtilegar leiðir til að flytja hana eða leika. Það var því mjög ánægjulegt að finna hana einnig myndskreytta á Amazon. Þessi saga sló í gegn hjá okkur og við höfum lesið hana,leikið með hljóðum,jógastellingum og leikið hana sem leikrit og búið til kvikmynd.

Þessi saga er sú fyrsta sem ég lét börn leika og fylltist ég miklum eldmóði yfir því hversu flink þau voru og gaf hún mér hugrekki til að prófa eitthvað nýtt. Það var síðan skemmtilegt að færa leikritið út því það er auðvelt að finna sögusvið og sagan er einföld þannig að einbeitingin tapast ekki þóa að komið sé út.