Bók eftir Rachel Isadora
Svanavatnið

Nú í haust var hjá okkur á Sjávarhóli þema um svani og er það gott dæmi um hvert þema getur leitt okkur hvernig svanaþemað tók á sig nýja stefnu vegna óvænts áhuga barnanna á klassískri tónlist og ballet.

Þetta hófst með bókinni um Dimmalimm eftir Mugg og hversu spennt börnin voru yfir tónlist Atla Heimis Sveinssonar við söguna og hvernig þau gátu lesið tónlistina og meira að segja grátið yfir henni.

Rauðskeggur, prins Sigurður og Ódette
Svanavatnið2

Svanavatnið var einnig bók sem við höfðum kannski ekki trú á að slægi í gegn þar sem hún var hástemmd ástarsaga og tengdist ballet ekki getur kallast "léttmeti". En það var eins og töfrar tækju yfir. [[Bókin á Amazon|//www.amazon.com/Swan-Lake-Rachel-Isadora/dp/0399217304/) [thumb|200px|Swan lake eftir Rachel Isadora](Mynd:Svanavatnið_bók.jpg]]

Börnin elskuðu söguna um Sigurð, Odette og Rauðskegg (sem vann sérstaklega hug og hjörtu þeirra yngstu). Tónlistin náði líka svo vel til þeirra að einn þriggja ára benti ömmu sinni á að hún væri að hlusta á svanavatnið í útvarpinu sem reyndist rétt ömmunni til mikillar undrunar.

Ballettinn náði líka tökum á okkur og við vorum svo heppin að fá íþróttakennaranemana Írisi og Siggu til að kenna okkur ballet sem þær höfðu lært í mörg ár. Spennan og einbeitingin skein úr hverju andliti barnanna og voru þau flinkari en nokkur hafði átt von á. Við horfðum líka á brot af uppfærslum af svanavatninu í tölvunni við mikla aðdáun. Setningin "En hvað Rauðskeggur dansar vel" gleymist seint.

Myndskeiðin hér fyrir neðan sýna sögustund fimm mánuðum síðar og brennandi áhuginn er enn til staðar. Seinna myndskeiðið sýnir lokaballetinn okkar þar sem við fórum í svanabúninga og dönsuðum af hjartans list. Það sem þessi reynsla kenndi okkur var að ganga aldrei að því sem vísu af hverju börnin heillast og láta á það reyna að bjóða þeim upp á klassík hvort sem það er tónlist, dans eða bókmenntir. Ef við hefðum ekki haft þessa reynslu hefðum við aldrei lagt í íslendingasögurnar...