Þessi skemmtilega bók, The Magic Tree eða Töfratréð, hefur slegið í gegn hjá okkur á Urðarhóli. Bókin er afar einföld og sýnir sama tréð á hverri blaðsíðu en með einhverri breytingu eins og tré gera eftir árstíðum.

Í bókinni eru það þó börnin sem galdra fram breytingar á trénu eftir leiðbeiningum frá bókinni eða sögumanni sem getur valið galdraorð eða hljóð að eigin vali ef hann vill. Til dæmis er stungið upp á að klappa, strjúka, kitla tréð, blása á laufblöðin eða senda trénu fingurkoss. Þessu fylgir ósvikin gleði og hlátur og börnin geta tekið þátt sem einstaklingar og einnig sem hópur.

Öll börnin vilja galdra þó að þau séu stundum vantrúa fyrirfram á að þau geti það. Þessi bók er alveg sérstaklega skemmtileg með yngri börnum þar sem töfrar verða til með einni snertingu og allir elska að senda fingurkoss. Bókin minnir á töfra náttúrunnar og hvetur börn til að veita þeim athygli og fara vel með öll tré. Hefur þú prófað að knúsa tré eða kitla?

Viltu strjúka tréð?
DSC00804
Allir vilja galdra...
DSC00806