Tak og draugurinn
Tak_og_draugurinn

Bókin Tak og draugurinn eftir Hjalta Bjarnason heillar alltaf börnin jafn mikið og merkilegt að hugsa til þess að höfundurinn var aðeins 9 eða 10 ára þegar hann skrifaði bókina, svo vel er hún heppnuð. Í bókinni reynir strákurinn Tak mismunandi leiðir til að losna við drauginn sem skyndilega birtist hjá honum, t.d. að hringja kirkjuklukku og kveða hann niður (með því að syngja "Yfir kaldan eyðisand"), en að lokum tekst honum að plata drauginn ofan í sauðalegg.

Fjögurra ára börnin höfðu mikinn áhuga á að leika þessa bók, en aðal vandamálið var að það eru bara tvö hlutverk: TAK og draugurinn. Börnin voru tólf, og lausnin sem við fundum var að láta láta eitt barnið vera TAK en hin skiptust á að vera draugurinn eftir því sem TAK reyndi fleiri aðferðir til að losna við hann. Eins og sjá má á myndskeiðinu fylgdi leikurinn upplestrinum og var ekki óháður textanum.

Texti

   C   G  C 
Yfir kaldan eyðisand
        G
einn um nótt ég sveima.
   C   G   C
Nú er horfið Norðurland
        G G7 C
nú á ég hvergi heima.

Höf.: Kristján Jónsson fjallaskáld (1842-1869).