Bók eftir Freyja Littledale
Themagicfish

The Magic fish á Amazon Bókin um töfrafiskinn er ein af þeim bókum sem kom okkur óvart. Söguþráðurinn er einfaldur og myndirnar venjulegar og við fyrstu sín vissum við ekki að hún myndi slá í gegn eins og hún gerði. Við byrjuðum á því að leyfa börnunum að segja stefið við lestur bókarinnar þ.e. kalla á töfrafiskinn og hjálpa þannig við framgang sögunnar.

Næsta skref var að leika hana og þá urðu töfrarnir til.Það var nefnilega svo óendanlega skemmtilegt að leika hana hvort sem það var úti eða inni, með eða án kennara. Var þetta ein fyrsta bókin sem börnin fóru að leika að eigin frumkvæði án kennara hvort sem þau voru úti í garði eða inni þar sem leikmunir voru búnir til úr holukubbum.

Hér að neðan eru dæmi um útileikrit og innileikrit með og án kennara og komumst við að því að þetta hefur hvort sína kosti með kennara sáum við að auðveldara var að koma húmornum að og börnin voru afslappaðri við að spinna í samtölunum. Án kennara skipti þau dálitlu máli að hlutirnir væru sagðir rétt og hlutirnir gerðir rétt. En það hafði einnig mikinn sjarma og þjálfaði þau. Þetta var vorið 2010 og sjáum við nú ári og mörgum leikritum seinna að innlifunin og spuninn verður æ sterkari í hinum frjálsa leik að bókum.

Töfrafiskurinn í samverustund

Töfrafiskurinn - leikrit