Ég vil fá mömmu mína
Uglu-ungarnir

Sagan um uglu-ungana (The Owl Babies eftir Martin Waddell) sýnir vel að oft eru það einföldu hlutirnir sem hrífa mest. Sagan segir frá ungum sem vakna um nótt og sakna mömmu sinnar,verða hrædd en finna huggun hjá hvert öðru. Myndskreytingarnar eru fallegar og sagan fín en án einnar setningar yrði hún fátækleg.

Setningarinnar sem börnin fá að taka þátt í þar sem hún er stef sögunnar. Setningin sem öll börn geta kannast við og einkað sér. Það er hann litli Billi sem haggast ekki hvað sem systkini hans segja og endurtekur bara "Ég vil fá mömmu mína" í stúrnum og þrjóskum tón sem börnin elska. Í lokin þegar uglumamma er komin heim segir hann "Ég elska mömmu mína" og þá er sagan fullkomnuð og börnin sitja eftir með sælubros á vör. Þessi bók var lesin fyrst fyrir yngstu börnin á Sjávarhóli og nutu þau þess að hjálpa til við að lesa bókina fyrir þau eldri sem létu aftur á móti heillast af gleði og kátínu þeirra yngri og tóku strax undir.

Myndskeiðið hér fyrir neðan sýnir lokasamveru ugluþemans okkar í febrúar 2010 og þegar hér er komið við sögu er bókin búin að vinna hug okkar allra og þegar einhver segir nú á Sjávarhóli með stúrnum tón "Ég vil fá mömmu mína"fæðast bros allt um kring.