Á þessari síðu má finna lista yfir góðar erlendar barnabækur, sem við höfum notað og mælum með, en sem við höfum ekki (ennþá, a.m.k.) gert sérstaka síðu um hér á vefnum.

 • Hush_thai_lullaby Hush! A Thai Lullaby segir frá móður sem segir Uss! til að þagga niður í öllum sem gera hávaða í kringum sig og barnið sitt, svo að það get sofið óáreitt. Til að undirstrika frekar að móðirin er að svæfa barnið látum við hana syngja stefið í bókinni sem vögguvísu.Þessi bók er til á Borgarbókasafni Reykjavíkur.
 • Lion-and-the-mouse The Lion and the Mouse er endursögn á hinni sígildu dæmisögu Esóps, en alveg án orða. Það eru bara hinar frábæru myndir Pinkneys og fáein dýrahljóð sem segja söguna.
 • Changes Changes Dásamleg bók þar sem allt breytist heima hjá Jósef, t.d. inniskór í fugl og sófi í krókódíl. Í lok bókarinnar kemur í ljós af hverju þetta er að gerast. Myndirnar eru stórkostlegar og börnin fá aldrei nóg af því að skoða þær.Þessi bók er til á Borgarbókasafni Reykjavíkur.
 • My_daddy_pretzel My Daddy is a Pretzel Þessi bók er skemmtileg saga sem byggir á jógastellingum. Börn í bekk segja frá hvað foreldrar þeirra gera en einn bekkjarfélaginn ruglar þau alltaf með því að pabbi sinn sé brú og hundur og fleira undarlegt. Í lokin kemur í ljós að hann er jógakennari. Bókin er fyndin og börnunum finnst mjög gaman að fara í jógastellingarnar.
 • Rosies_walk Rosie's Walk eftir Pat Hutchins. Þessi bók segir frá hænu sem fer í gönguferð og refnum sem ætlar að borða hana hún er byggð upp á fyndnum myndum og spennandi atburðarás en það sem gefur henni aukaspennu og kátínu er að við segjum öll saman þegar við flettum "nananana"þ.e.a.s. spennustefið úr bíomynd.
 • Old_lady There was an old Lady who swallowed a Fly This cleverly illustrated version of an old folk favorite will delight children. Each page is full of details and humorous asides, from the names of different types of birds, to a recipe for spider soup, to the rhyming asides from the spectating animals. As for the old lady, with her toothy grin and round bloodshot eyes, she looks wacky enough to go so far as to swallow a horse. A die-cut hole allows readers to see inside her belly
 • Bear_hunt We're Going on a Bear Hunt eftir Michael Rosen. Þessi bók er einfaldega klassík sem allir þurfa að eiga. Sagan segir frá börnum sem eru að fara að leita að birni og verða að fara yfir margar torfærur áður en þau finna hann og verða síðan dauðhrædd þegar þau finna að lokum björninn. Sagan er spennandi með hreyfingum og skemmtilegu stefi sem er að endursnýta við margar bækur. Myndirnar eru líka yndislegar.
 • Fish_is_fish Fish is Fish eftir Leo Leonni er falleg bók með fallegum myndskreytingum og fallegum boðskap. Hún fjallar um fisk og halakörtu og hvernig vinskapurinn lifir af breytingu halakörtunnar. Ekki spillir að hún er mjög fyndin þegar fiskurinn ímyndar sér hvernig lífið sé uppi á jörðinni sem froskurinn segir honum frá.
 • Zomo Zomo the Rabbit eftir Gerald McDermott. A trickster from West Africa, wants wisdom. But he must accomplish three apparently impossible tasks before Sky God will give him what he wants. Is he clever enough to do as Sky God asks? The tale moves along with the swift concision of a good joke, right down to its satisfying punch line. Þessi bók er til á Borgarbókasafni Reykjavíkur.
 • Rabbit_present Mr. Rabbit and the lovely Present eftir Charlotte Zolotow. Þessi bók er yndisleg með skemmtilegum söguþræði þar sem kanína hjálpar lítilli stelpu að finna afmælisgjöf handa mömmu sinni en veit samt ekki alveg hvernig afmælisgjafir eiga að vera. Kanínan er svo skemmtileg að gaman er að hafa hana með sérstaka rödd til að gera meira úr því hversu fyndin hún er.
 • Akkíles I would really like to eat a child eftir Sylviane Donnio.
 • The-mitten The Mitten eftir Jan Brett.