Við ætlum að finna álfadrottninguna er endurnýting á bókinni We're Going on a Bear Hunt eftir Michael J. Rosen og Helen Oxenbury en margir þekkja samskonar söguþráð með öðrum tilbrigðum. Myndskeiðið neðst á síðunni sýnir hvernig hægt er að breyta sögunni í hreyfileik með börnunum.
Þetta er skemmtilegur söguþráður um söguhetjur, sem fara í leit að einhverju, (í bókinni birni en hér er leitað að álfadrottningunni), og verða að leggja ýmsilegt á sig til að komast á leiðarenda en þegar þangað er komið verða þau hrædd og fara leiðina til baka eins hratt og þau geta þar til þau eru örugg upp í rúmi og ætla aldrei að leggja í svona leiðangur aftur. Sagan bíður upp á mikla möguleika og frelsi hvort sem maður vill bæta við fleiri ævintýrum í ferðalagið eða búa til nýtt ævintýri.
Við ætlum að fara að finna
ÁLFADROTTNINGUNA!
Þetta verur FRÁBÆR dagur!
Og við erum ALLS EKKI hrædd!
O-O! TALANDI KÝR !
Við komumst ekki YFIR þær!
Við komumst ekki UNDIR þær!
Við verðum að fara Í GEGNUM þær!
Við höfum undanfarin ár oft nýtt okkur þessa sögu í kring um áramót eða þorrablót þar sem álfadrottningin er mikið uppáhald hjá börnunum og við syngjum alltaf lagið hennar Birte um álfadrottninguna sem reynir að lokka börnin í dans. Settum við því inn í söguþráðinn fleira tengt áramótunum svo sem álfabrennu, flugelda og talandi kýr á nýárskvöld. Stefið er síðan nauðsynlegt til að við náum einbeitingu til að halda áfram í næstu þraut og finna hópeflið.
Það er svo ánægjulegt í lokin að það virðist alltaf hafa verið kennarinn sem var hræddastur og þarf á hughreysingu að halda