Bókin fæst á Amazon.co.uk
page_1

"The Animal Boogie” er gefin út af Barefoot Books, myndskreytt af Debbie Harter og sungin af Fred Penner. Sagan er sungin og áheyrendur eru hvattir til að dansa og syngja með í stefi bókarinnar. Bókin gefur vísbendingar hvaða dýr kemur næst og er gaman að reyna að geta hvaða dýr kemur næst og leika það síðan með einkennandi hreyfingum.

Bókin, sem við köllum oftast bara Boogie woogie býður upp á mikla þátttöku og hentar því sérlega vel með yngri börnum eins og sést á myndskeiðinu. Þar er gaman að sjá hvernig spennan og gleðin yfir því hvaða dýr komi næst er ríkjandi og kjarkurinn til að taka þátt eykst eftir því sem börnin gleyma sér í sögunni og þátttökunni. Í framhaldinu þegar börnin eru farin að þekkja söguna er hægt að setja geisladiskinn á og dansa og vera þannig þátttakendur í partíinu.

BW

Þar sem bókin er mjög einföld er hægt að finna marga möguleika til að leika með hana. Ég (Imma) hef nýtt mér bókina, í framhaldi af sögustund, sem útileik. Börnin fá hvert á fætur öðru að leika það dýr sem þeim dettur í hug, við hin getum hvaða dýr það er og hermum síðan eftir þeim hreyfingum sem barnið telur einkennandi fyrir sitt dýr og dönsum boogie woogie. Gott er að börnin þekki vel lagið og hafi áhuga á að syngja og dansa en ef dagsformið eða þátttakendur bjóða ekki upp á það getur aðeins verið um leik að ræða.

Myndskeið

Íslensk þýðing

Við höfum búið til pdf-skjal með laginu í íslenskri þýðingu sem hægt er að prenta út hér: Animal boogie.pdf

Barefoot Books Singalong

Bókin á Amazon

Hægt er að kaupa bókina hér.