Bók eftir Margaret Mahy og Patricia MacCarthy
17_kings

Lagið "Baby Elephant Walk" þekkja flestir um leið og þeir heyra það. Það skemmtilegt og glaðlegt og svo er auðvitað alveg upplagt að fara í fílahalarófu og leggja saman af stað í leiðangur...

Við fengum þá hugmynd að tengja tónlistina við bók, sem heitir "17 Kings og 42 Elephants", því að hún fjallar einnig um fílaleiðangur á leið í gegnum asískan frumskóg. Bókin er fallega myndskreytt en hún ekki með neinn söguþráð fyrir utan það að kóngarnir sem ferðast á fílsbaki dást að dýrunum sem þeir sjá í frumskóginum. Þar á meðal eru krókódílar, flóðhestar, tígrisdýr, apar og alls konar fuglar. Að lokum klifra allir kóngarnir niður og fara síðan sjálfir að dansa og spila.

Bókin á Amazon.com

Lagið "Baby Elephant walk" samdi Henry Manchini (en hann gerði líka "The Pink Panther") árið 1962 fyrir myndina "Hatari" með John Wayne og Elsa Martinelli. Þar var lagið einmitt notað í senu þar sem þrír litlir fílskálfar labba af stað niður að tjörn til að baða sig.

Dans Flóðhestadans