Á markað, á markað
713416

Lagið "To market, to market" hefur verið vinsælt barnalag gegnum árin í Bandaríkjunum. Bókin sem er notuð hér (bókin á Amazon) er skemmtileg útfærsla á sögunni um konuna sem var með kaupæði og keypti fleiri og fleiri dýr í vitleysu. Konuna í bókinni létum við heita Rósamundu. Sjá myndskeið neðst á síðunni.

Heim aftur, heim aftur, Djiggití-djigg!
To_market

Lagið er stef sem við syngjum alltaf þegar hún leggur af stað að kaupa dýr, en þess á milli skoðum við hvernig eldhúsið hennar lítur alltaf verr og verr út. Börnin segja hvar dýrin eru niðurkomin (í kór eða eitt og eitt sem kemur og bendir). Stefsöngurinn á milli er hressandi og kætandi og gerir biðinu eftir næsta dýri meira spennandi. Ennig er gaman að segja alltaf: "Og nú hlýtur Rósamunda að hafa hætt" til að fá flissandi "nei" til baka :o)

Á markað, á markað 
að kaupa mér (t.d. svín).
Heim aftur, heim aftur, 
Djiggití-djigg!

Eftirfarandi myndskeið var tekið upp á Heilsuleikskólanum Urðarhóli, haustið 2008.
Kennari: Ingibjörg Ásdís Sveinsdóttir.