Nú er hægt að skrá sig á Storytelling-námskeið sem Margaret Read MacDonald heldur hér á landi í september 2014. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður, svo að áríðandi er að skrá sig sem fyrst hér á síðunni ef maður hefur áhuga.

Margaret Read MacDonald
mrm

Námskeiðið er um 2 klst. að lengd og verður haldið tvisvar:

  • í Reykjavík, fimmtudaginn 11. september kl.16-18 í Hannesarholti (Grundarstíg 10); og
  • á Akureyri, mánudaginn 15. september kl. 16-18 í húsnæði Háskólans á Akureyri.

Námskeiðin eru skipulögð af Heilsuleikskólanum Urðarhóli í Kópavogi.

Þátttökugjald er kr. 5.000 sem Vísendasjóður endurgreiðir félagsmönnum í KÍ. Gjaldið greiðist á bankareikning nr. 536-4-763857, kt. 590411-1080 (Starfsmannafélag Urðarhóls). Greiðslufrestur er til 10. september á fyrra námskeiðið og 12. september á það síðara. Tilgreinið kennitölu þegar greitt er og sendið staðfestingu greiðslu á netfangið birte.harksen@gmail.com.

Sömu daga og námskeiðin eru haldin verður Margaret Read MacDonald jafnframt með 40 mínútna opinn fyrirlestur: í Reykjavík í húsnæði Menntavísindasviðs (K 204) þann 11. september frá 12.00 - 12.40, og í háskólanum á Akureyri þann 15. september frá 10.00 - 10.40.

Skráningarform