Nýskráning
Vegna "ruslpósts" sem settur hefur verið inn af fölskum notendum, hefur því miður verið lokað fyrir nýskráningu notenda gegnum vefinn. Til þess að verða skráður notandi þarf því að hafa samband við Birte Harksen, sem mun sjá um skráninguna. (Þeir sem vilja koma efni inn á vefinn geta einnig sent Birte það beint í tölvupósti og hún séð um að koma því inn).
Að búa til og breyta efni
Vefurinn Börn og tónlist notar wiki-kerfið IkiWiki og textasniðið Markdown fyrir wiki-síður.
Athugið að til að geta stofnað síður eða breytt þeim þarf maður að vera innskráður. Til að breyta síðu má smella á tengilinn Breyta í vinstri dálki. Til að stofna nýja síðu má fara á síðuna Umsjón, skrifa síðuheitið í textareitinn og smella á hnappinn "Stofna síðu".
Munið að smella á forskoða-hnappinn (Preview) þegar unnið er með síðutextann.